Almáttugur

Eru menn virkilega svona heimskir í ESB að standa í svona rugli.
Einhverja þarf að reka þaðan greinilega og svo eru íslendingar að hugsa um að ganga í þetta heimska ESB drasl.

mbl.is ESB kærir Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Þór Theodórsson

Það má segja að þetta sé bæði heimskuleg tilaga og nokkuð réttmætt.

Windows hefur alltaf látið explorer vafran fylgja með pakkanum sínum og finnst mér það allt í lagi.

Það er eins og Apple mælir með safari.

Hvernig sem þetta skaði samkeppni skil ég ekki því ég veit að langflestir sem nota internetið hafa niðurhalað Mozilla vafranum. Og geta þvi bæði notað hann og explorer á windows stýrikerfi.

 En væri ekki betra að láta einhvern vafra fylgja með tölvunni svo þú getir byrjað að nota internetið??

En allir vita það að windows var með yfirráðandi markaðsstöðu með Internet Explorer og voru lítið að uppfæra hann og breyta.

En eins og staðan er núna finnst mér að þessi kæra sé vitlaus og af hverju er ekki verið að kæra apple líka.

Þeir láta safari vafran fylgja með sínum tölvum.

Mozilla Firefox er samt nothæfasti vafrin að mínu mati

Eiríkur Þór Theodórsson, 17.1.2009 kl. 02:48

2 identicon

Apple er ekki kærður því þeir eru ekki í markaðsráðandi stöðu. Hvíla aðrar kvaðir á slíkum fyrirtækjum...

Gestur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:22

3 Smámynd: Áddni

Apple eru ekki kærðir af því að þeir eru svo "krúttlegir" og búa til svo "skemmtilegar" vörur :P

Hefur einhver prófað að spyrja sig af hverju Apple, sem eru stærstu söluaðilar tónlistar í heiminum eru ekki kærðir fyrir að selja þér iPod sem að virkar bara með iTunes ?

Ástæðan fyrir því að ESB er að kæra Microsoft er tvíþætt: Annars vegar að láta sjálfa sig líta vel út fyrir að vera að slást við "stóra bróður" og hinsvegar vegna þess að í tekjuáætlun ESB er gert ráð fyrir tekjum vegna lögsókna (kúganna) á hendur stórfyrirtækjum.

Áddni, 17.1.2009 kl. 09:46

4 identicon

Þið virðist vita svo mikið að ég held þið ættuð að ráða ykkur í sérstaka "alvitursnefnd" hjá ESB :)

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:54

5 identicon

Microsoft er ákært fyrir að misnota einokunaraðstöðu sína á stýrikerfamarkaðinum (í gegnum Windows) til þess að koma sér upp einokunaraðstöðu á vaframarkaðinum (Explorer). Dell ofl. kaupa Windows með Internet Explorer og myndu því aldrei kaupa vafra af fyrirtækjum eins og Opera (sem upprunalega lagði fram þessa kvörtun).

Vafrinn er ekki hluti af stýrikerfinu, ekki frekar en póstforrit eða ritvinnsluforrit. Það er því óeðlilegt að hann skuli fylgja ókeypis með Windows. Það er auðvitað eðlilegt að vafri fylgi með nýjum tölvum, en þá eru það fyrirtækin sem búa til þær vélar (Dell og co.) sem eiga að sjá til þess að svo sé.

Það eru fá fyrirtæki sem hafa jafn ítrekað "misnotað markaðsráðandi aðstöðu" og Microsoft. Fyrirtækinu hefur líka verið refsað, en stjórnendur hafa gert allt sem þeir geta til að hunsa dóma og sýna enga iðrun eða samstarfsvilja með yfirvöldum.

Einokun er slæm fyrir alla, en það er einmitt það sem Microsoft gerir best.

Einar Örn Ólason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:32

6 identicon

@Áddni: iPod virkar með öðrum forritum en iTunes, t.d. Winamp sem ég mæli með fyrir alla iPod-notendur.

En hvað varðar málið sem er til umræðu þá er það bara þannig að þó að MS geri margt gott, t.d. það að framleiða frábær hugbúnaðarþróunartól (Visual Studio o.fl.) og skrifstofuforrit (Office o.fl.) þá er það einfaldlega rétt sem Einar Örn segir hér að ofan.

Það að þrýsta á og lögsækja aðila eins og MS mun aðeins gera það að verkum að þeir skila af sér betri vörum á betra verði. Þetta hefur verið hægt að sjá með ótvíræðum hætti undanfarin ár.

Ekki greindarskertur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:00

7 identicon

Sammála ræðumanni #1.  Til að komast á netið þarf maður að hafa vafrara og Microsoft eru bara að selja pakka sem er innifalið í verðinu þegar þeir kaupa frá þeim.  Fólk getur byrjað á því að ná sér í hvaða vafrara sem er þegar þeir hafa keypt tölvuna sína og hent út internet explorer!  Microsoft er bara að markaðsetja sig á eðlilegan hátt og selja fólki vörur sem fólk greinilega kaupir.  Verðið á pakkanum er bara í takt við þeirra markaðsstöðu, einokunarstöðu á markaðnum og þangað til enginn veitir þeim samkeppni verða þeir ávallt með háan verðmiða. Svo einfalt er það!

MS er oft á tíðum fórnarlamb velgengni sinnar.  Af því að þeir eru stærstir að þá mótmælir fólk rétt eins og margir hata fótboltalið sem eiga mestu peningana etc.  Ef td. ætti að banna MS að markaðsetja vöru sína með þeim leiðum sem þeir gera (gera pakka þeirra veglegri en þeir eru með því að dreifa internet explorer frítt með hinum og þessum vörum), þá í raun er verið að hamla frelsi fyrirtækja á að markaðsetja sig.  þá virkilega eru menn farnir að skjóta sig í fótinn, ef ekki báða. 

Það sem mér finnst verst við MS er sú einfalda staðreynd að þeim skortir samkeppni frekar en einhverjar vitleysislegar kærur.  Samkeppni myndi fá MS til að bæta vörur sínar og veita þeim meira aðhald en er til staðar nú þegar. Það myndi minnka sénsinn á Windows Vista slysi aftur.

eikifr (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:43

8 identicon

Munurinn á Windows og Mac OS X í þessu liggur helst í markaðshlutdeild Windows en líka í því að ekki er hægt að fjarlægja Internet Explorer því hann hefur verið bundinn (viljandi?) svo þétt við stýrikerfið. Sem dæmi er hægt að fjarlægja Safari úr Makkanum. Þetta þýðir að ef þú ætlar að nota einhvern annan vafra í Windows verður þú alltaf að vera með tvo uppsetta, td. Internet Explorer og Firefox, Internet Explorer og Safari eða Internet Explorer og Opera. Þar sem Windows er eina stýrikerfið sem gerir þetta og Windows hefur stærstu markaðshlutsdeildina eða einokunarveldi hefur Microsoft klárlega misnotað aðstöðu sína til að markaðsetja Internet Explorer (líkt og þeir gerðu til að drepa Netscape á sínum tíma) og réttlætir þessa kæru að mínu mati.

Ef Internet Explorer verður fjarlægður úr Windows geta framleiðendur tölva gert samninga við framleiðendur annarra vafra eða sett upp vafrann sem þeir telja vera bestur. Þetta þýðir að þegar maður kaupir nýja tölvu fylgir vafri uppsettur, en ekki endilega Internet Explorer. Þetta þýðir líka að ef Internet Explorer er settur upp má fjarlægja hann og setja upp annan vafra.

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:46

9 Smámynd: Hörður Einarsson

Það er hverjum frjálst að nota hvort sem er Explorer eða Mozilla. Halið niður Mosilla ef ykkur þykir Explorer vera fyrir ykkur, það tekur á að hlusta á þetta nöldur í "fullorðnu fólki" Það er ekki skylda að nota Explorer:

Hörður Einarsson, 18.1.2009 kl. 23:57

10 identicon

Einar Örn, núna er ég ekki mikið fyrir að kaupa tilbúnar tölvur af fyrirtækjum eins og Dell, ég vill helst kaupa íhlutina og setja þetta sjálfur saman.

Hvernig á ég að ná mér í vafrann til að byrja með ef enginn vafri fylgir með stýrikerfinu?

Hvernig á ég að opna mozilla.com til að dl-a mozilla ef ég hef ekki IE?

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:09

11 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ég væri alveg sáttur við að IE fylgdi Windows EF ég gæti síðan losað mig við það það forrit þegar ég væri búin að ná í vandaðri vefrápara.  En þá byrja vandamálin...ef ég er án IE þá get ég ekki uppfært Windows..engin einokun í því eða hvað? 

Þegar ég ætlaði að láta það yfir mig ganga og eyða IE þá virkaði XP ekki án IE.  Svo ég sit uppi með stýrikerfi með meingölluðum vefrápara.  IE er svo "vel" gert forrit að lang mestur hluti óværunnar sem leggst á Windows nýtir sér galla í þessu forriti til að komast inn í stýrikerfið.  Sú aðferð að binda IE forritið við kjarnan sýnir hve langt M$ gengur til að ýta öðrum af markaðinum og ekki má gleyma WMP.  

Ég vil benda Ingvari á að ef stýrikerfið væri selt án vefrápara þá væri einfalt mál fyrir seljendur stýrikerfisins að bjóða fólki rápara,  til dæmis Safari, Firefox Opera, Slim Browser, Avant Browser eða IE á geisladisk/USB kubb.  Þetta fæst allt frítt í dag og fengist væntanlega ódýrt ef Win kæmi án rápara..væntanlega mundi okurverð M$ á Win lækka eitthvað fyrir "minni" vöru.

Sigurður Sigurðarson, 20.1.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Linnet

Höfundur

Jóhann Linnet
Jóhann Linnet
Er með aðalsíðu www.gaurinn.net.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband